Franska er alls staðar!
Af hverju að læra frönsku?
321 milljón manns tala frönsku í heiminum. Frönskukunnátta getur því opnað dyr og verið þinn lykill að framtíðinni. Franskir háskólar eru ofarlega á lista yfir bestu háskóla heims og standa sérlega vel í ýmsum greinum, til dæmis stærðfræði, stjórnmálafræði, hagfræði, viðskiptafræði og alþjóðasamskiptum. Franska er ekki aðeins töluð í Frakklandi heldur einnig í löndum eins og Sviss, Belgíu og Lúxemborg, mörgum löndum í Afríku og Asíu, Karíbahafinu og í Kanada. Margar alþjóðastofnanir og alþjóðasamtök nota frönsku, oft sem annað opinbert tungumál á eftir ensku, og margar hafa höfuðstöðvar í frönskumælandi löndum, til dæmis UNESCO, Læknar án landamæra, Rauði krossinn, Evrópuráðið og Mannréttindadómstóll Evrópu, svo fátt eitt sé nefnt. Að kunna frönsku getur veitt þér ótal mörg tækifæri!
Franska er töluð víða í 5 heimsálfum
París er höfuðborg hátískunnar
Frakkland er mest heimsótta land heims
Enska fær mörg orð lánuð úr frönsku
Frakkland er stærsta land Evrópusambandsins
Franska er opinbert tungumál í yfir 25 löndum
Franska er sjötta mest talaða tungumál heims
Frönsk matargerð er heimsfræg... og ekki af ástæðulausu
Margar alþjóðastofnanir nota frönsku sem aðaltungumál
Franska er menningartungumál lista, bókmennta og tónlistar
Höfundur Assassin's Creed er franskur og Frakkar eru öflugir í tölvuleikjagerð
Vissir þú að Timothée Chalamet, Lily-Rose Depp og Emma Watson tala frönsku?
Hvar get ég lært frönsku?
Þú getur lært frönsku í Landakotsskóla, menntaskólum, Háskóla Íslands og Alliance Française (AF), þar sem fjölmörg námskeið eru í boði.
Franska er málið
Franska er málið er kynningarátak á frönsku sem þriðja tungumáli sett á fót og styrkt af Franska sendiráðinu á Íslandi, Félagi frönskukennara á Íslandi og Alliance Française.